Grænfáninn

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðs vegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Til að fá að flagga grænfánanum þurfa skólar að stíga sjö eftirfarandi skref.

Bláskógaskóli kláraði öll þessi skref og þess vegna er skólinn með Grænfánann.

Landvernd og grænfáninn

Bláfáninn

Bláfáninn er umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við.

Landvernd og bláfáninn

Hvenig getum við komið í veg fyrir landeyðingu?

Hvernig getum við komið í veg fyrir landeyðingu?

 

Orsakir landeyðingar:

Rányrkja skóga

Þaulræktun

Þéttbýlisvæðing

Röng landnýting

Ofbeit

Byggingarframkvæmdir

 

Afleiðingar:

Jarðvegseyðing

Þétting og ógegndræpi yfirborðs

Tap lífræns efnis og næringarefna

Súrnun

Söltun

Mengun

 

Það sem við getum gert til þess að koma í veg fyrir landeyðingu er að stoppa jarðvegs og gróðureyðingu sem felst í því að koma upp gróðurholu, mynda skjól, koma á hringrás næringarefna, bæta vatns miðlun og margt fleira.

Einnig er gott að geta lesið landið og skilið þær vísbendingar sem ásýnd landsins gefur vísbendingu um, en það er landlæsi.

 

Flestar upplýsingar fengnar frá landvernd

 

 

Unnur og Jóna