Grænfáninn

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðs vegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Til að fá að flagga grænfánanum þurfa skólar að stíga sjö eftirfarandi skref.

Bláskógaskóli kláraði öll þessi skref og þess vegna er skólinn með Grænfánann.

Landvernd og grænfáninn