Landvernd

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun.

Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru rúmlega 5000 manns skráðir. Samtökin reka fjölmörg fræðsluverkefni en þar ber hæst Grænfánann, Bláfánann, landgræðsluverkefni með skólum á Suðurlandi, verkefni um náttúruvernd á jarðhitasvæðum o.fl. Samtökin voru stofnuð 1969.

Markmið landverndar.

Verndun náttúru og umhverfis Íslands á landi, í legi og í lofti svo þeim verði sem minnst spillt, okkur og komandi kynslóðum til handa.

Endurreisn spilltrar náttúru, náttúrugæða og umhverfis með þeim hætti er hæfir sem best náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu.

Sjálfbær umgengni þjóðarinnar heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Virk þátttaka Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál, þar sem þekkingu og reynslu er miðlað og leitað leiða til úrbóta.

Grænfáninn

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðs vegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Til að fá að flagga Grænfánanum þurfa skólar að stíga sjö eftirfarandi skref.

Bláskógaskóli kláraði öll þessi skref og þess vegna er skólinn með Grænfánann.

Bláfáninn

Bláfáninn er umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við.

Bændur græða land

Verkefnið Bændur græða landið er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda.

Tilgangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota. Verkefnið hófst árið 1990 og eru þátttakendur um 600.

Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu, veitir ráðgjöf, styrkir áburðarkaup bænda og lætur í té fræ þar sem þess er talin þörf að mati starfsmanna Landgræðslunnar. Bændur sjá um að panta og flytja áburðinn og dreifa honum og endurgreiðir Landgræðslan hluta áburðarverðsins þegar dreifingu er lokið.

Árlega er unnið að fyrirhleðsluaðgerðum á 40-50 stöðum á landinu. Stærstu verkefnin eru við Markarfljót í Rangárvallasýslu, Héraðsvötn í Skagafirði, Skaftá, Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá í Lóni.

Landgræðsla í Biskupstungum

Bændur í Biskupstungur hafa verið að græða upp land uppi á afrétti og hefur það gengið gríðarlega vel. Það sem það gerir er að festa moldina og sand þannig að það komi ekki massíft sandrok og þar að leiðandi gefur það fræjunum möguleika að setjast og græða land.

Árið 2014 fékk Eiríkur Jónsson og Þorfinnur Þórarinsson Landgræðsluverðlaun.

Landvernd

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun.

Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru rúmlega 5000 manns skráðir. Samtökin reka fjölmörg fræðsluverkefni en þar ber hæst Grænfánann, Bláfánann, landgræðsluverkefni með skólum á Suðurlandi, verkefni um náttúruvernd á jarðhitasvæðum o.fl. Samtökin voru stofnuð 1969.

Markmið landverndar.

Verndun náttúru og umhverfis Íslands á landi, í legi og í lofti svo þeim verði sem minnst spillt, okkur og komandi kynslóðum til handa.

Endurreisn spilltrar náttúru, náttúrugæða og umhverfis með þeim hætti er hæfir sem best náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu.

Sjálfbær umgengni þjóðarinnar heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Virk þátttaka Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál, þar sem þekkingu og reynslu er miðlað og leitað leiða til úrbóta.

Grænfáninn

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðs vegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Til að fá að flagga grænfánanum þurfa skólar að stíga sjö eftirfarandi skref.

Bláskógaskóli kláraði öll þessi skref og þess vegna er skólinn með Grænfánann.

Landvernd og grænfáninn

Bláfáninn

Bláfáninn er umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við.

Landvernd og bláfáninn