Hvað á svæðið að heita?
Bændur græða land
Verkefnið Bændur græða landið er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda.
Tilgangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota. Verkefnið hófst árið 1990 og eru þátttakendur um 600.
Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu, veitir ráðgjöf, styrkir áburðarkaup bænda og lætur í té fræ þar sem þess er talin þörf að mati starfsmanna Landgræðslunnar. Bændur sjá um að panta og flytja áburðinn og dreifa honum og endurgreiðir Landgræðslan hluta áburðarverðsins þegar dreifingu er lokið.
Árlega er unnið að fyrirhleðsluaðgerðum á 40-50 stöðum á landinu. Stærstu verkefnin eru við Markarfljót í Rangárvallasýslu, Héraðsvötn í Skagafirði, Skaftá, Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá í Lóni.
Landgræðsla í Biskupstungum
Bændur í Biskupstungur hafa verið að græða upp land uppi á afrétti og hefur það gengið gríðarlega vel. Það sem það gerir er að festa moldina og sand þannig að það komi ekki massíft sandrok og þar að leiðandi gefur það fræjunum möguleika að setjast og græða land.
Árið 2014 fékk Eiríkur Jónsson og Þorfinnur Þórarinsson Landgræðsluverðlaun.