Vistheimt er ferli sem stuðlar að bata vitkerfis sem hefur hnignað, skemmst eða eyðilagst. Í vistheimt er beitt ákveðnum aðgerðum til að skila vistkerfunum til fyrr ástands og skapa getu til að veita þjónustu. Endurheimt vistkerfi er þó ekki nákvæmar eftirlíkingar að upphaflegu vistkerfi enda eru þau síbreytileg í eðli sínu vegna breytilegra umhverfisaðstæðna. Með vistheimt hjálpum við vistkerfinu að ná bata og koma náttúrulegum ferlum, eins og hringrásum vatns og næringarefna, aftur af stað. Þegar þessar hringrásir eru komnar í gang heldur vistkerfið sjálft áfram að græða sig.
Vistheimt er afar mikilvæg aðgerð til þess að endurheimta illa farin vistkerfi, t.d. þar sem landeyðing hefur átt sér stað.